Heimasíða grímseyjarskóla
  • Heim
  • Grímseyjarskóli
    • Skóladagatal
    • Skólareglur
    • Starfsfólk skólans
    • Eineltisáætlun
    • Saga skólans
  • Skólastarfið
    • Vinnustundir
    • Stundatöflur
    • Tilkynningar
    • Skólablogg
  • Grímsey
    • Fiske
    • Gamlar greinar
    • Þjóðsögur
  • Office 365 login
  • Læsi er lykillinn

Grænn lestrarseptember

9/17/2015

0 Comments

 
Þá er september rúmlega hálfnaður og við búin að bardúsa ýmislegt. Á alþjóðadegi læsis 8. september hófum við lestrarátak, vígðum bókaorminn okkar (sem hlaut nafnið Engilbert Sigurlína í lýðræðislegri kosningu) og settum 5. og 6. bekk fyrir heimalestur. Engilbert er enn svolítið stuttur en við vinnum að því að lengja hann. Við höfum reyndar verið dálítið fá síðustu daga þar sem nokkrir nemendur fóru í land til að sinna smalamennsku auk þess sem 9. bekkingurinn okkar hefur verið þessa viku í skóla í landi. En hvað um það, við höfum haldið okkar striki og lært og leikið okkur.

Í gær, á degi íslenskrar náttúru og á afmælisdegi Ómars Ragnarssonar, fórum við af stað með verkefni sem við ætlum að kalla Græna eyjan okkar og vísar það til þess hve græn við ætlum að vera í vetur. Við ætlum að vera dugleg að flokka og endurvinna, finna leiðir til að spara orku og efni og ýmislegt fleira þessu tengt. Eldri nemandinn okkar í yngri deild, 3. bekkingurinn Gabríel Birkir, verður verkefnisstjóri og yngri deild kemur til með að vera áberandi í þessu verkefni en að sjálfsögðu þurfum við öll að leggja okkar lóð á vogarskálarnar í þessu verkefni. Við hófum átakið á vettvangsferð niður að gámasvæði þar sem við komumst að því að sárvantar gám fyrir pappír. Við sendum því póst á gámaþjónustuna og bentum á það. Við æfðum okkur síðan í flokkun og notuðum tækifærið og gerðum tölfræðiverkefni í leiðinni. 

Í morgun var í heimsókn hjá okkur franskt heimildamyndargerðarfólk en það er nokkuð um það að hingað komi fólk í þessum erindagjörðum enda erum við afar áhugavert fólk. Í gær kom til okkar kona frá New York sem stoppaði góða stund og spjallaði við krakkana. Það er semsagt engin lognmolla hjá okkur þrátt fyrir fámennið. Fylgist endilega með okkur á Fésbókinni og gaman væri að fá athugasemdir til að sjá hverir fylgjast með okkur. 

Með grænum lestrarkveðjum, Sigrún



0 Comments



Leave a Reply.

    Skólablogg

    Hér má lesa fréttir af skólastarfinu og fróðleik um það sem við erum að bardúsa hverju sinni.

    Eldra efni

    September 2017
    January 2017
    December 2016
    October 2016
    April 2016
    November 2015
    September 2015
    August 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.